Mikil sprenging í húsi í Þýskalandi

Sprengingin varð í þýska bænum Wuppertal.
Sprengingin varð í þýska bænum Wuppertal. Kort/Google

Örvænting greip um sig eftir að mikil sprenging varð í húsi í þýska bænum Wuppertal í nótt. Orsök sprengingarinnar er enn óljós en að minnsta kosti 25 manns slösuðust í henni. Fjórir eru sagðir alvarlega sárir.

Í frétt danska ríkisútvarpsins um málið segir að sprengingin hafi orðið laust eftir miðnætti. Varð hún í einu húsi í raðhúsalengju og tættist húsið bókstaflega í sundur. Fólk flúði þá í ofboði út á götur. Einhverjir voru fastir inni í rústunum og þurftu slökkviliðsmenn að koma þeim til hjálpar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert