Sænskum leikmanni hótað lífláti

Sænski knattspyrnumaðurinn Jimmy Durmaz hefur fengið yfir sig holskeflu hatursskilaboða og jafnvel líflátshótanir eftir að Toni Kroos skoraði sigurmark Þjóðverja í leik liðanna á HM eftir að hafa fengið boltann frá Durmaz. Markið skorði Kross á síðustu mínútu uppbótartíma leiksins sem endaði 2-1 fyrir Þýskaland á laugardaginn. Yfir þrjú þúsund hótanir höfðu borist inn á Instagram-síðu leikmannsins fyrir hádegi í gær og er lögreglan að rannsaka málið. Fólkið á yfir höfði sér ákæru. 

„Það má alveg gagnrýna mig fyrir frammistöðu mína... En það eru mörk og farið var yfir þau mörk í gær,“ sagði Durmaz á fundi með blaðamönnum í Gelendzhik í gær. 

„Þegar þið hótið mér, þegar þið kallið mig „blatte“ (niðrandi orð sem er notað yfir útlendinga sem eru dökkir á hörund, arabískan djöful, hryðjuverkamenna, talíbana, þá eruð þið farin langt út fyrir öll mörk,“ sagði Durmaz á fundinum. 

Durmaz er fæddur og uppalinn í Svíþjóð en  foreldrar hans, sem eru af assýrskum uppruna, fluttu til Svíþjóðar frá Tyrklandi fyrir áratugum síðan. 

Að sögn Durmaz hefur fjölskyldu hans og börnum einnig verið hótað. „Hver í fjáranum gerir hluti sem þessa. Þetta er óásættanlegt,“ segir hann og bætir við: „Ég er Svíi og er stoltur af því að spila fyrir Svíþjóð. Ég mun aldrei leyfa rasistum að eyðileggja það stolt. Við eigum að virða rasisma að vettugi, sama hverrar tegundar hann er.“

Þjálfari sænska landsliðsins, Janne Andersson, segir að liðið standi allt með Durmaz og um það ríki einhugur. 

Albin Ekdal, félagið Durmaz í landsliðinu, segir að ekki sé við Durmaz að sakast og ekki sé hægt að gera einn leikmann að sökudólgi þegar kemur að landsleið. „Þú sigrar sem lið og þú tapar sem lið,“ segir Ekdal í samtali við Aftonbladet. „Hann hljóp og barðist allan tímann. Þetta var óheppni og algjörlega fáránlegt að beina hatri að honum,“ segir John Guidetti sem einnig er í landsliði Svía.

Aftonbladet

Jimmy Durmaz og Sebastian Larsson.
Jimmy Durmaz og Sebastian Larsson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert