Vilhjálmur Bretaprins og Donald Trump í sama hótelherbergi

Vilhjálmur Bretaprins með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael og eiginkonu hans …
Vilhjálmur Bretaprins með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael og eiginkonu hans Söru. AFP

Vilhjálmur Bretaprins, hertoginn af Cambridge, dvelur nú í sama hótelherbergi í heimsókn sinni til Ísrael og Palestínu og Donald Trump Bandaríkjaforseti var í þegar hann heimsótti Jerúsalem í maí síðastliðnum.

Hver nótt í herberginu kostar 5.500 bandaríkjadali eða tæplega 600.000 íslenskar krónur, en embættismenn fá þó ótiltekin afslátt af verðinu. Herbergið er á efstu hæð „King David“ hótelsins og með útsýni yfir Gamla bæ Jerúsalemborgar.

Herbergið er eitt af um það bil 50 herbergjum hótelsins sem að breska krúnan hefur bókað fyrir heimsókn Vilhjálms. Til samanburðar bókaði teymi Trump um 1.100 hótelherbergi, þar á meðal öll 230 herbergin á King David hótelinu sem og herbergi á 19 öðrum nærliggjandi hótelum.

Vilhjálmur mun í heimsókn sinni fara um bæði ísraelsk og palestínsk landsvæði, en um þriggja daga heimsókn er að ræða. Aldrei áður hefur meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar heimsótt ríkin tvö í opinberri heimsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert