Ákærðir fyrir að fjármagna hryðjuverkastarfsemi

Franska fyrirtækið Lafarge rekur sementsverkmiðju í Sýrlandi.
Franska fyrirtækið Lafarge rekur sementsverkmiðju í Sýrlandi. AFP

Franska risafyrirtækið Lafarge hefur verið ákært fyrir þátttöku í glæpum gegn mannkyni og fyrir að fjármagna hryðjuverkastarfsemi með því að borga öfgasamtökum, m.a. Ríki íslams, milljónir til að halda sementsverksmiðju sinni í Sýrlandi opinni meðan á stríðinu hefur staðið.

Í frétt AFP-fréttastofunnar er haft eftir heimildum að fyrirtækið, sem greiddi múturnar í gegnum þriðja aðila, hafi einnig verið ákært fyrir að leggja líf starfsmanna sinna í sementsverksmiðjunni í Jalabiya í norðurhluta Sýrlands í hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert