Heimila lokaðar miðstöðvar fyrir flóttafólk

Skip sem bjargað hafa flóttafólki á Miðjarðarhafi síðustu daga hefur ...
Skip sem bjargað hafa flóttafólki á Miðjarðarhafi síðustu daga hefur ekki verð leyft að koma að höfn á Ítalíu. Sérstaklega er kveðið á um í samkomulagi ESB-ríkjanna að skip sem þessi fari að alþjóðalögum. AFP

Lokaðar miðstöðvar fyrir flóttamenn má nú setja upp í aðildarríkjum Evrópusambandsins samkvæmt samkomulagi um málefni flóttafólks sem samþykkt var á fundi í Brussel í nótt. Hverju ríki er það í sjálfvald sett hvort að það kemur slíkum miðstöðvum á fót. 

Í miðstöðvunum yrði gengið úr skugga um stöðu hvers og eins flóttamanns og ákveðið hverja eigi að senda í burtu frá viðkomandi landi, segir í frétt BBC um málið.

Aðildarríkjunum er ennfremur í sjálfvald sett hvort að þau taki við flóttamönnum sem fangið hafa hæli. Engar upplýsingar hafa enn komið fram um hvaða lönd ætli að taka í notkun lokaðar miðstöðvar eða hver þeirra ætla að taka við flóttafólki sem fengið hefur hæli.

Lögreglumenn við landamærin að Austurríki.
Lögreglumenn við landamærin að Austurríki. AFP

Ítalir hafa verið mjög harðir í afstöðu sinni í málinu og hótuðu að hafna samkomulagi sem lá fyrir fundi leiðtoga ESB. Því var þá breytt og þetta er m.a. niðurstaðan. Flestir flóttamenn koma á land í Evrópu á Ítalíu eða Grikklandi. Ítölum fannst þeim enginn skilningur hafa verið sýndur við að takast á við fjöldann en forsætisráðherrann hefur nú fagnað þessu nýja samkomulagi.

Ábyrgð og samstaða

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í dag að hinum lokuðu miðstöðvum yrði komið upp í þeim löndum þar sem flóttafólkið kemur að landi í álfunni. „Við höfum náð jafnvægi í því að taka ábyrgð og standa saman,“ sagði hann.

Fjöldi þeirra sem koma ólöglega til landa ESB hefur dregist saman um 96% frá því að hann var mestur árið 2015.

Í samkomulaginu er sem fyrr segir einnig fjallað um flutninga hælisleitenda milli ríkja ESB. 

Adam Fleming, fréttamaður BBC í Brussel, vekur athygli á því að leiðtogafundurinn hafi í nótt bætt sérstakri yfirlýsingu við samkomulagið um að skip sem bjargi flóttafólki úr sjávarháska á Miðjarðarhafi verði að fylgja alþjóðalögum. Þetta sé sigur fyrir forsætisráðherra Ítalíu sem hefur neitað að leyfa slíkum skipum að koma að höfnum í landinu.

Lokaðar miðstöðvar heimilar

Hann segir þó helstu tíðindin sú að heimilt verður nú að opna lokaðar miðstöðvar þar sem flóttafólki sem kemur til ESB verður haldið á meðan unnið er úr málum þeirra. „Sumir segja að þetta einfaldi það að senda fólk sem ekki fær hæli til baka en aðrir eru þegar farnir að lýsa þeim sem fangelsum,“ skrifar hann. Hann bendir á að sá hluti samkomulagsins sem fjallar um þetta sé fullur af aukasetningum og beri öll merki þess að hafa verið skrifaður í flýti í nótt en fundi leiðtoganna lauk ekki með samkomulagi fyrr en í dögun.

Björgunarskip með tugi flóttamanna sem bjargað var af Miðjarðarhafinu fyrr ...
Björgunarskip með tugi flóttamanna sem bjargað var af Miðjarðarhafinu fyrr í vikunni. AFP

„Annað sem vekur athygli er metnaðarfullt samstarf við Afríku,“ skrifar Fleming. „Þar er ESB að reyna að koma á jafnvægi á sína hörðu nálgun [innan sambandsins] með vinalegri nálgun utan þess og bjóða ríkjum Norður-Afríku stuðning við að koma upp búðum fyrir flóttamenn þar sem hægt er að leggja mat á stöðu þeirra áður en þeir fara til Evrópu.“

Í ár hafa flestir flóttamenn komið að landi á Spáni eða 17.045. Þar á eftir kemur Ítalía og loks  Grikkland en þangað hafa 13.120 flóttamenn leitað það sem af er ári. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...