Susan Sarandon handtekin fyrir mótmæli

Susan Sarandon var handtekin.
Susan Sarandon var handtekin. AFP

Leikkonan Susan Sarandon, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum Thelma & Louise og Dead Man Walking, var handtekin ásamt um 600 öðrum konum vegna friðsamlegra mótmæla til stuðnings innflytjenda í Bandaríkjunum.

Þessu greindi hún frá á Twitter-síðu sinni, samkvæmt frétt BBC fóru mótmælin fram við byggingu öldungadeildarþinghúss Bandaríkjanna í gær. Lögreglan í Washington D.C. segir 575 hafa verið ákærða fyrir ólögmætan mótmælafund.

Konurnar voru að mótmæla stefnu yfirvalda í innflytjendamálum og aðskilnaði fjölskyldna við landamærin. Önnur mótmæli eru á dagskrá á sunnudag.

Óskarsverðlaunaleikkonan hefur áður verið handtekin, en árið 1999 tók hún þátt í að mótmæla því að óvopnaður, þeldökkur unglingsdrengur hefði verið skotinn af lögreglu í New York.

Fjöldi fólks hefur mótmælt stefnu yfirvalda á undanförnum vikum.
Fjöldi fólks hefur mótmælt stefnu yfirvalda á undanförnum vikum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert