Mikil reiði vegna 11 ára brúðar

JOE RAEDLE

Hjónaband malasísks karlmanns og 11 ára gamallar taílenskrar stúlku hefur vakið mikla reiði í Malasíu eftir að aðgerðarsinnar komust á snoðir um málið. Þeir segja þetta ekkert annað en barnaníð. AFP-fréttastofan greinir frá.

Samkvæmt lögum mega malasískir múslimar undir 16 ára aldri ganga í hjónaband ef leyfi liggur fyrir hjá trúarlegum yfirvöldum, en hópur aðgerðarsinna og ráðuneyti fjölskyldumála segja engin gögn liggja fyrir um að slíkt leyfi hafi verið gefið. Maðurinn og stúlkan voru gefin saman í múslimska hluta Taílands fyrir um mánuði.

Talsmaður ráðuneytisins segir að rætt hafi verið við foreldra stúlkunnar og að verið sé að afla frekari upplýsinga um málið, áður en hægt sé að grípa til aðgerða. Komi í ljós að hjónabandið sé ólöglegt gæti maðurinn átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsisdóm.

Aðgerðasinnar í Malasíu hafa krafist lagabreytinga til að koma í veg fyrir barnabrúðkaup, en þau eru mjög algeng í múslimasamfélögum landsins. Talið er að að minnsta kosti 16 þúsund stúlkur undir 15 ára aldri séu nú þegar giftar fullorðnum karlmönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Til sölu eldhúsborð
Til sölu massíft hvíbæsað furueldhúsborð. Einnig hentugt í sumarbústaði. Lengd...
Sprautulökkun
Ónotað síubox til sölu, stærð breidd 241 cm, dýpt 78 cm og hæð 115 cm + plús gri...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...