Skotárásin vegna rifrildis

mbl.is/Riggwelter

Lögreglan í Helsinborg í Svíþjóð telur ekki lengur að skotárásin sem framin var í gær hafi tengst uppgjöri glæpagengja og segist þar af leiðandi ekki óttast hefndaraðgerðir vegna atviksins. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins SVT.

Fjórir voru skotnir í gær í Helsingborg, þar af urðu þrír fyrir alvarlegum áverkum. Allir voru þó fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Samkvæmt Sven Holgerson, umdæmislögreglustjóra í Helsingborg, er það mat lögreglunnar að um einstakan atburð sé að ræða og að málið tengist ekki uppgjör innan eða milli glæpagengja. Haft er eftir hann að talið er að málið tengist frekar rifrildum sem þar sem 25 einstaklingar tóku þátt.

Í síðasta mánuði fjallaði SVT um að íbúar suðurhluta Helsingborg upplifi hverfi sitt óöruggara en íbúar nokkurra annarra hverfa í Svíþjóð.

Kort/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert