Weinstein ákærður fyrir brot gegn þriðju konunni

Harvey Weinstein.
Harvey Weinstein. AFP

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið ákærður í New York í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn þriðju konunni í máli sem nær allt aftur til ársins 2006.

Áður hafði Weinstein verið ákærður fyrir nauðgun og fleiri kyn­ferðis­brot gagn­vart tveim­ur kon­um. Að þessu sinni er ákæran í þremur liðum. Annars vegar er Weinstein ákærður fyrir að hafa framið gróft kynferðisbrot, en svo er hann einnig ákærður í tveimur liðum fyrir að hafa sýnt af sér ógnandi kynferðislegt framferði í garð konunnar. 

Í yf­ir­lýs­ingu frá lög­regl­unni í New York er þeim hug­rökku kon­um sem stigið hafa fram og leitað rétt­læt­is þakkað sér­stak­lega fyr­ir.

Tug­ir kvenna í kvik­mynda­brans­an­um hafa sakað Wein­stein um kyn­ferðisof­beldi, þar á meðal nauðgan­ir, en ásak­an­irn­ar hrundu af stað #met­oo-her­ferðinni. Sjálf­ur hef­ur hann alltaf neitað þess­um ásök­un­um.

Verði Weinstein fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert