Ætla að verja landamæri Austurríkis

Kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz.
Kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz. AFP

Ríkisstjórn Austurríkis hefur varað við því að hún muni jafnvel grípa til aðgerða til þess að verja landamærin við Ítalíu og Slóveníu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni eftir að samkomulag náðist innan þýsku ríkisstjórnarinnar um að leggja hömlur á komu flóttafólks til landsins. Með samkomulaginu var bundinn endir á deilur innan ríkisstjórnarinnar í Berlín en allt stefndi í afsögn innanríkisráðherrans.

Í samkomulaginu sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Horst Seehofer innanríkisráðherra gerðu sín á milli í gær kemur meðal annars fram að eftirlit á landamærum Austurríkis verði hert og komið í veg fyrir að hælisleitendur sem hafa sótt um hæli í öðrum ríkjum Evrópusambandsins fái að koma til Þýskalands. 

Austurrísk yfirvöld segja að þau verði viðbúin því að grípa til svipaðra aðgerða til þess koma í veg fyrir að hælisleitendur geti komið til landsins um landamæri ríkisins í suðri. Með samþykkt þýsku ríkisstjórnarinnar sé enn einu sinni sýnt fram á mikilvægi sameiginlegra varna ríkja Evrópusambandsins. 

Kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, mun í dag kynna fyrir Evrópuþinginu í Strassborg helstu áherslumál Austurríkis sem fer með forsæti í ESB næstu sex mánuðina. Er fastlega gert ráð fyrir að þar verði málefni hælisleitenda og flóttafólks ofarlega á baugi.

mbl.is
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage in Down Town Reykjavik. S. 6959434, Alina...
Til sölu Ssangyong kyron árg 2009 ek.
Til sölu Ssangyong kyron árg 2009 ek. 173.000 km. Disel sjálfskiptur. v 1.2m.sko...
Húsbíll
Húsbill árg 90, einn með flest öllu sem til þarf, með sólarsellum sjónvarp V 1.6...