Obi látinn laus úr haldi mannræningja

John Obi Mikel.
John Obi Mikel. AFP

Faðir fyrirliða landsliðs Nígeríu í knattspyrnu, John Mikel Obi, hefur verið látinn laus úr haldi mannræningja en honum var rænt í heimalandinu í síðustu viku. 

„Michael Obi, faðir fyrirliða ofur-arnanna, er frjáls að nýju,“ sagði talsmaður lögreglunnar, Ebere Amaraizu, í Enugu-ríki í suðausturhluta Nígeríu við fréttamenn í gærkvöldi.

Ebere Amaraizu segir að mannræningjarnir hafi ekki gert Obi mein en honum var rænt á fimmtudagskvöldið í Enugu. Þeir neyddu hann til þess að ganga berfættan fimm kílómetra leið í úrhellisrigningu.

John Obi Mikel, fyrirliði Nígeríu, við upphaf leiks Nígeríu og ...
John Obi Mikel, fyrirliði Nígeríu, við upphaf leiks Nígeríu og Íslands á HM í knattspyrnu. AFP

Hann segir að fyrirliðinn hafi greitt 10 milljónir naíra, sem eru um það bil 3 milljónir króna, í lausnargjald fyrir föður sinn. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan er á slóð mannræningjanna að sögn lögreglu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Obi er rænt því árið 2011 var honum rænt í borginni Jos. Mannrán eru tíð í Nígeríu og yfirleitt eru fórnarlömbin úr hópi fræga og ríka fólksins. Yfirleitt eru gíslarnir látnir lausir heilir á húfi eftir að lausnargjald hefur verið greitt.

mbl.is
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...