Enn gýs Agung

Eldfjallið Agung hefur gosið nær óslitið frá því á síðasta ári. Þetta fjall, sem er í um 70 kílómetra fjarlægð frá ferðamannastaðnum Kuta í Indónesíu, er fjarska fallegt en getur verið hættulegt. Þegar hefur oftsinnis þurft að stöðva flugumferð í nágrenni þess og loka flugvellinum á eyjunni Balí þar sem það stendur.

Eldvirkni er mikil á þessu svæði og Agung hefur gosið með skelfilegum afleiðingum í fortíðinni. Hætta á slíkum hamförum er þó ekki líkleg í þetta skiptið.

Í jarðskorpunni á þessu svæði eru flekamót sem valda því að eldgos jafnt sem jarðskjálftar eru tíð.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá þróun eldgossins í Agung á nokkrum sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert