Óþekkta efnið var Novichok

Parið fannst í þessu húsi í Amesbury í dag.
Parið fannst í þessu húsi í Amesbury í dag. AFP

Parið sem fannst meðvitundarlaust í húsi í Amesbury í Bretlandi á laugardag komst í snertingu við Novichok, sama taugaeitrið og notað var til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og Yuliu dóttur hans í marsmánuði.

Þetta hefur lögregla í Bretlandi staðfest við fjölmiðla, en BBC greinir frá.

Bærinn Amesbury er einungis nokkra kílómetra frá Salisbury, þar sem Skripal-feðginin urðu fyrir árásinni í mars.

Talið er að fólkið heiti Charlie Rowley og Dawn Stur­gess, þau eru 45 og 44 ára göm­ul, en það hefur ekki fengist staðfest hjá yfirvöldum. Þau eru bæði talin í lífshættu.

Lögregla segir að ekkert bendi til þess að sérstaklega hafi verið ráðist að parinu með eitrinu, en ýmsir staðir í Amesbury og Salisbury hafa verið lokaðir almenningi þar sem ekki er vitað hvar þau Rowley og Sturgess komust í snertingu við efnið banvæna.

Fréttin var uppfærð kl. 23:09. 
Áður sagði að parið hefði fundist meðvitundarlaust í dag, en hið rétta er að þau fundust meðvitundarlaus í húsi í Amesbury á laugardag.mbl.is

Bloggað um fréttina

Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...