53 saknað eftir sjóslys í Taílandi

Tuga kínverskra ferðamanna er saknað eftir að báti hvolfdi við …
Tuga kínverskra ferðamanna er saknað eftir að báti hvolfdi við eyjuna Pukhet í suðurhluta Taílands í kvöld. AFP

Einn er látinn og tuga kínverskra ferðamanna er saknað eftir að báti hvolfdi við eyjuna Phuket í suðurhluta Taílands í kvöld. Slæmt verður er á svæðinu og er ölduhæðin mikil.  

Alls voru um 90 manns í bátnum og að sögn yfirvalda var um helmingi farþeganna bjargað. Leit hefur verið hætt í bili en mun hefjast aftur í fyrramálið. 53 er saknað.

Báturinn var á leið frá eyjunni Koh Racha þegar stormurinn skall á. Skipstjóri bátsins, Somjing Boontham, segir að um fimm metra háar öldur hafi skollið á bátnum. Aðrir bátar lentu einnig í vandræðum, en skútu með 39 manns um borð hvolfdi nálægt Phuket. Öllum farþegunum var bjargað.

Þá lentu tíu skemmtibátar í vandræðum vegna veðursins og rússneskt par sem var á sæþotu féll í sjóinn. Björgunarbátur flutti parið í land.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert