Segja Bretana vera í pólitískum leik

Breskir lögregluþjónar í íbúabyggð í smábænum Amesbury þar sem tveir …
Breskir lögregluþjónar í íbúabyggð í smábænum Amesbury þar sem tveir urðu fyrir taugagaseitrun undir lok síðustu viku. Rússar hvetja lörgegluna í Bretlandi til að taka ekki þátt í pólitískum leikjum breskra stjórnvalda. AFP

Rússnesk stjórnvöld segja að bresk lögregla ætti að forðast að láta draga sig inn í pólitíska leiki breskra stjórnvalda. Tilefnið eru viðbrögð bresku lögreglunnar og ríkisstjórnarinnar eftir taugagaseitrun sem tveir einstaklingar urðu fyrir í lok síðustu viku. Bresk stjórnvöld telja eitrið vera það sama og notað var til að eitra fyrir Skripal-feðginunum.

„Við hvetjum bresku lögregluna til að láta ekki draga sig inn í óheiðarlega pólitíska leiki ákveðinna valdaafla í Lundúnum. Þess í stað ætti lögregla að vinna með rússneskum lögregluyfirvöldum að rannsókn málsins,“ sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert