Lögreglan leitar að eitruðum hlut

Lögregluþjónn við drottningargarðinn í Salisbury í suðurhluta Englands.
Lögregluþjónn við drottningargarðinn í Salisbury í suðurhluta Englands. AFP

Breska lögreglan leitar nú að hlut sem talið er að parið sem flutt var á sjúkrahús á laugardag, þungt haldið eftir að hafa orðið fyrir taugagaseitrun, hafi komist í snertingu við.

Þau Dawn Sturgess, 44 ára og Charlie Rowley, 45 ára, voru flutt þungt haldin á sjúkrahús eftir að hafa komist í snertingu við Novichok-taugagas en lögregla telur að þau hafi komist í snertingu við taugagasið þegar þau meðhöndluðu eitraðan hlut sem núna er leitað.

Grunar lögreglu að eitrið sé afgangur frá taugagasárásinni sem gerð var á rússneska gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu fyrir fjórum mánuðum.

Útilokar lögregla ekki að fleira fólk hafi komist í snertingu við eitrið, en ekki liggur þó ljóst fyrir hvort eitrið sem parið komst í snertingu við í lok síðustu viku sé það sama og Skripal-feðginin lentu í.

„Þetta er frekar óhugnanlegt,“ hefur AFP-fréttaveitan eftir Geoffrey, 66 ára íbúa á svæðinu. á svæðinu. „Þetta er efni en ekki byssa eða hnífur. Eitthvað sem þú gætir fundið og losað þig við. Þetta er eitthvað annað, þetata gæti verið á bekknum hérna,“ sagði hann í samtali við AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert