Pompeo segir að árangur hafi náðst

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kveður Kim Yong-chol, hátt­sett­an emb­ætt­ismann Komm­ún­ista­flokks­ins, …
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kveður Kim Yong-chol, hátt­sett­an emb­ætt­ismann Komm­ún­ista­flokks­ins, eftir fund þeirra í Pyongyang. AFP

Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, segir að framfarir hafi átt sér stað í viðræðum um kjarnorkusamkomulag Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. BBC greinir frá. Pompeo fundaði með Kim Yong-chol, emb­ætt­is­manni Norður-Kór­eu­stjórn­ar, í gær.

Þetta eru fyrstu samskipti ráðherrans við norður-kóreska embættismenn frá því Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu, og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti funduðu í Singa­púr í síðasta mánuði.

Pompeo segir að á fundinum hafi Chol, sem er álitinn hægri hönd Kim Jong-un, lofað að stjórnvöld í Norður-Kóreu vinni að því að afkjarnorkuvopnavæða Kóreuskaga. Hvernig þeirri áætlun verði framfylgt á hins vegar eftir að koma í ljós. Rætt var um tímalínu fyrir afvopnavæðinguna á fundinum, að sögn Pompeo.

„Þetta eru flókin málefni, en okkur miðar áfram í nánast öllum lykilmálum,“ sagði Pompeo að fundi loknum.

AFP-fréttastofan hefur hins vegar eftir suður-kóresku fréttastofunni Yonhap að norður-kóreskir embættismenn fullyrði að bandarískir ráðamenn séu gráðugir í kröfum sínum og að viðhorf þeirra gagnvart kjarnorkusamkomulaginu sé sorglegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert