Tengdasonur forsetans fjármálaráðherra

Recep Tayyip Erdogan fagnar í dag en við hlið hans …
Recep Tayyip Erdogan fagnar í dag en við hlið hans er eiginkona hans, Emine Erdogan. AFP

Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti, sem hlaut endurkjör í embætti í lok síðasta mánaðar, skipaði í dag tengdason sinn í embætti fjármálaráðherra.

Erdogan sór embættiseið í dag og hóf þar með nýtt fimm ára kjörtímabil sem forseti Tyrklands. Hann kynnti nýja ríkisstjórn landsins en fjármálaráðherrann er Berat Albayrak, tengdasonur Erdogan.

Völd Erdogan hafa aukist á valdastóli og völd þingsins minnkað á sama tíma. AFP-fréttastofan greinir frá því að hann sé valdamesti leiðtogi Tyrklands í áratugi.

Stjórnarskrárbreytingar sem voru samþykktar á síðasta ári gera Erdogan kleift að ráða hátt­setta emb­ætt­is­menn, þar á meðal ráðherra og vara­for­seta, milliliðalaust, hafa af­skipti af rétt­ar­kerf­inu og lýsa yfir neyðarástandi. Þá má for­set­inn bjóða sig fram til síns þriðja kjör­tíma­bils sam­kvæmt breyt­ing­un­um og gæti því verið for­seti Tyrk­lands til 2028.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert