Gríðarleg fagnaðarlæti

Sjálfboðaliðar sem voru að störfum í námunda við hellinn fögnuðu …
Sjálfboðaliðar sem voru að störfum í námunda við hellinn fögnuðu innilega er fréttir af björgunarafrekinu bárust. AFP

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í borginni Chiang Rai á Taílandi sem er í næsta nágrenni Tham Luang-hellanna eftir að ljóst var að tekist hefði að bjarga öllu fótboltaliðinu út. Enn eru fjórir kafarar inni í hellinum.

Blaðamaður Guardian sem er í borginni segir að bílstjórar þeyti flautur og að sjá megi fólk dansa á götunum. „Þetta er mikilvægur atburður í mínu lífi,“ segir Rachapol Ngamgrabuan, sem starfar hjá upplýsingastofu borgarinnar. „Ég hef grátið. Nú er ég hamingjusamur. Mjög hamingjusamur að sjá alla Taílendinga gleðjast saman.“

Prayuth Chan-o-cha, forsætisráðherra Taílands, hefur boðað alla þá sem komu að björgunaraðgerðunum til veislu á mánudag. „Við bjóðum öllum í mat,“ sagði hann. 

Fólk hefur safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið í Chiang Rai …
Fólk hefur safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið í Chiang Rai þar sem ókunnugir fallast í faðma í gleði vegna björgunarinnar. AFP
Íbúar borgarinnar Chiang Rai eru í skýjunum í dag.
Íbúar borgarinnar Chiang Rai eru í skýjunum í dag. AFP
Fólk á mótorhjólum ekur fram hjá skilti með mynd af …
Fólk á mótorhjólum ekur fram hjá skilti með mynd af fótboltaliðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert