Nú vill Trump 4%

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, og Donald Trump.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, og Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beint því til NATO-ríkja að hvert þeirra skuldbindi sig til að verja 4% af landsframleiðslu til varnarmála, tvöföldu núverandi viðmiði. Talsmenn Hvíta hússins staðfesta að Trump hafi látið þessi orð falla á fundi aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem haldinn er í Brussel.

Núverandi viðmið NATO-ríkjanna er að hvert ríki leggi 2% af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2024, en einungis nokkur aðildarríki eyða svo miklu nú þegar. Bandaríkin bera höfuð og herðar yfir aðrar bandalagsþjóðir með 3,5% landsframleiðslu sinnar í hermál, um 650 milljörðum dala eða um 70.000 milljörðum króna. Önnur ríki sem ná 2% viðmiðinu eru Bretland, Eistland og Grikkland. Pólland, Litáen, Lettland og Rúmenía eru þó nálægt því.

Því er ljóst að jafnvel Bandaríkin þyrftu að auka hermálaútgjöld sín um rúm 14% til að ná hinu nýja viðmiði Trump og önnur ríki gott betur.

Nýjar höfuðstöðvar NATO í Brussel.
Nýjar höfuðstöðvar NATO í Brussel. Ljósmynd/NATO

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í samtali við mbl.is í gær ekki telja líklegt að kröfunni um aukin framlög til varnarmála verði beint að Íslandi, en hún var þá að vísa til opinbera 2% viðmiðsins. Þess má þó geta að 4% af landsframleiðslu Íslands eru um 100 milljarðar króna á ári og til samanburðar fær Landspítalinn rúma 60 milljarða króna á ári af fjárlögum.

Samtals verja aðildarþjóðir NATO um 100.000 milljörðum króna til varnarmála á ári (960 milljörðum bandaríkjadala) en sú tala færi upp í 156.000 milljarða króna ef nýjasta hugmynd Trump næði fram að ganga. Væri það 60% aukning útgjalda fyrir bandalagið í heild sinni.

NATO-ríki standa þegar fyrir rúmum helmingi hernaðarútgjalda heimsins en það hlutfall færi upp í 64% við útgjaldaaukninguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: SUMAR: 23/7...