„Ég hef fulla trú á NATO“

Donald Trump forseti Bandaríkjanna á blaðamannafundi í Brussel í dag.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna á blaðamannafundi í Brussel í dag. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segist hafa fulla trú á NATO þrátt fyrir að ekki hafi verið komið fram við Bandaríkin á réttmætan hátt innan bandalagsins. En breyting sé að verða á því. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Trump á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Brussel.

Trump segir skuldbindingar Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu séu áfram miklar ekki síst vegna þess að aðrar þjóðir hafi heitið því að leggja meira af mörkunum.

Ummæli Trump koma í kjölfar frétta um að hann hafi hótað öðrum þjóðarleiðtogum á neyðarfundi fyrr í dag að Bandaríkin myndu yfirgefa bandalagið ef önnur ríki myndu ekki auka framlag sitt til varnarmála.

Trump segir að mikil framfaraskref hafi verið stigin á fundinum og að Atlantshafsbandalagið væri að ná lengra en nokkru sinni fyrr.

Hann skrifaði undir sameiginlega yfirlýsingu fundarins sem felur einkum í sér fyrri ummæli NATO um áherslur bandalagsins sem í einhverjum tilvikum eru ekki í samræmi við yfirlýsingar forsetans.

Í dag verður einkum rætt um framtíð NATO í Afganistan og málefni Úkraínu og Georgíu. Trump, sem fer til London síðar í dag, mun aftur á móti hitta leiðtoga Azerbaijan, Georgíu, Rúmeníu og Úkraínu á einkafundum.

Hann segist hafa varað evrópska starfsbræður sína við því að innflytjendur séu að ná yfirráðum í Evrópu.

„Innflutningur fólks er mjög mikilvægur og ég sagði þeim í dag , ESB, Evrópusambandinu, að það væri eins gott að vera á varðbergi því innflytjendur séu að ná yfirráðum í Evrópu og það sé nauðsynlegt að vera mjög á varðbergi,“ sagði Trump við fréttamenn eftir fundinn í Brussel. „Ég sagði þetta hátt og skýrt,“ bætti hann við.

Spurður út í fyrirhugaðan fund hans og Vladimírs Pútín, forseta Rússlands í Helsinki á mánudag, segir Trump að hann sjái Pútín fyrir sér sem keppinaut ekki óvin. „Hann er ekki óvinur minn. Þegar allt kemur til alls er hann keppinautur. Hann er fulltrúi Rússlands, ég er fulltrúi Bandaríkjanna.“

Meirihluti Breta telur Trump rasista og karlremu

Hann heitir því að ræða meint afskipti af forsetakosningunum 2016 við Pútín og eins verði málefni Sýrlands til umræðu.

Donald Trump er nú farinn af stað til Bretlands þar sem hann mun dvelja næstu daga. Eitt það síðasta sem hann gerði áður en hann yfirgaf höfuðstöðvar NATO í Brussel var að gagnrýna Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og hvernig sé staðið að útgöngunni úr ESB, Brexit. Að sögn Trump er hann ekki viss um að áætlunin sem lögð hefur verið þar fram sé í samræmi við vilja þeirra sem greiddu atkvæði með útgöngu úr ESB.

Hann gerir lítið úr fyrirhuguðum mótmælum í London vegna komu hans til Bretlands: „Þau eru mjög hrifin af mér í Bretlandi. Ég held að þau séu sammála mér varðandi innflytjendur,“ sagði Trump. 

„Ég held að það sé þess vegna sem Brexit varð,“ og bætti við að það væri heldur betur farið að hitna í kolunum þar í landi þar sem svo margir hafi sagt af sér. „Þjóðin greiddi atkvæði með að slíta sambandinu,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í Brussel. „Þannig að ég get ímyndað mér að þeir muni gera það en kannski ekki alveg á sama hátt og til stóð. Ég er ekki viss um að það sé þetta sem kjósendur greiddu atkvæði með.“

Auk þess að eiga fund með May mun Trump drekka te með Elísabetu Englandsdrottningu. Um helgina ætlar hann að dvelja í einkaerindum í Skotlandi ásamt eiginkonu sinni. Melaniu. 

Um 77% Breta líkar illa við Trump samkvæmt nýrri könnun YouGov. 63% aðspurðra töldu hann rasista og 74% sögðu hann karlrembu. 

.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 77.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoðu...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...