Grunaðir um reykingar í flugstjórnarklefa

Vél Air China.
Vél Air China. Af Wikipedia

Rannsókn er hafin á því hvort að reykingar flugmanna í flugstjórnarklefa þotu Air China hafi orðið til þess að loftþrýstingur í farþegarýminu féll og vélin lækkaði flugið um 19.600 fet eða um 6.000 metra. 

Þota flugfélagsins var á leið frá Hong Kong til kínversku borgarinnar Dalian í gær er hún lækkaði skyndilega flugið úr 32.800 feta hæð niður í 13.100 fet á innan við níu mínútum að því er fram kemur í frétt CNN og haft er eftir farþegum um borð.

Vélin er af gerðinni Boeing 737 og um borð voru 153 farþegar og níu manna áhöfn. Vélinni var lent heilu og höldnu í Dalian. 

Kínverskir fjölmiðlar hafa það eftir ýmsum heimildum að tilkynnt hafi verið um ólöglegar reykingar í flugstjórnarklefanum á meðan fluginu stóð en slíkt er brot á alþjóðlegum reglum. Við þetta hafi loftþrýstingur í farþegarýminu fallið. Líklega hafi flugmennirnir ýtt á vitlausan takka í flugstjórnarklefanum sem varð til þess að það slokknaði á loftræstikerfinu. Þá hafi flugvélin lækkað flugið nokkuð snögglega. Áhöfnin hafi svo kveikt á kerfinu aftur er mistökin uppgötvuðust. Vélin hækkaði svo flugið á ný.

Flugmálayfirvöld í Kína rannsaka nú málið. Í yfirlýsingu frá Air China segir að ef að rannsókn leiði í ljós að áhöfnin hafi brotið reglur verði þeim refsað fyrir það.

mbl.is
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...