Jarðskjálfti afhjúpaði fornt hof

Fornleifafræðingar að störfum við Teopanzolco-píramídann.
Fornleifafræðingar að störfum við Teopanzolco-píramídann. AFP

Fornleifafræðingar sem voru að skoða mögulegar skemmdir á píramída í Mexíkó í kjölfar jarðskjálfta uppgötvuðu ummerki um fornt hof. 

Hofið er innan í Teopanzolco-píramídanum í Morelos-ríki suður af Mexíkóborg. Talið er að það sé frá árinu 1150 og hafi verið byggt af Astekum sem þá bjuggu í miðhluta Mexíkó. Hofið er helgað regnguði Asteka, Tláloc. 

Það voru sérfræðingar á veg Fornleifastofnunar Mexíkó sem fundu hofið er þeir skönnuðu píramídann með ratsjá til að kanna skemmtir af völdum 7,1 stiga jarðskjálfta sem varð í landinu í september. 

Skjálftinn olli miklum skemmdum á þessu svæði og við hann færðist miðja píramídans til með þeim afleiðingum að hofið varð greinilegra með ratstjá.

Hér má sjá hofið innan í píramídanum sem kom í ...
Hér má sjá hofið innan í píramídanum sem kom í ljós í kjölfar jarðskjáftans. AFP
mbl.is
Sultukrukkur, minibarflöskur og skór...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...