Jarðskjálfti afhjúpaði fornt hof

Fornleifafræðingar að störfum við Teopanzolco-píramídann.
Fornleifafræðingar að störfum við Teopanzolco-píramídann. AFP

Fornleifafræðingar sem voru að skoða mögulegar skemmdir á píramída í Mexíkó í kjölfar jarðskjálfta uppgötvuðu ummerki um fornt hof. 

Hofið er innan í Teopanzolco-píramídanum í Morelos-ríki suður af Mexíkóborg. Talið er að það sé frá árinu 1150 og hafi verið byggt af Astekum sem þá bjuggu í miðhluta Mexíkó. Hofið er helgað regnguði Asteka, Tláloc. 

Það voru sérfræðingar á veg Fornleifastofnunar Mexíkó sem fundu hofið er þeir skönnuðu píramídann með ratsjá til að kanna skemmtir af völdum 7,1 stiga jarðskjálfta sem varð í landinu í september. 

Skjálftinn olli miklum skemmdum á þessu svæði og við hann færðist miðja píramídans til með þeim afleiðingum að hofið varð greinilegra með ratstjá.

Hér má sjá hofið innan í píramídanum sem kom í ...
Hér má sjá hofið innan í píramídanum sem kom í ljós í kjölfar jarðskjáftans. AFP
mbl.is
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...