Kim sendi Trump þakkarbréf

Kim Jong-un og Donald Trump hittust á leiðtogafundi í Singapúr …
Kim Jong-un og Donald Trump hittust á leiðtogafundi í Singapúr 12. júní. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birti í dag bréf sem Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi honum eftir leiðtogafund þeirra í Singapúr í síðasta mánuði.

Bréfið er dagsett 6. júlí en Trump birti bréfið á Twitter í dag. „Miklar framfarir hafa átt sér stað!“ tístir Trump.

Í bréfinu fjallar Kim um kjarnorkusamkomulag ríkjanna og þakkar hann Trump fyrir kraftmiklar og einstakar tilraunir hans til að bæta samskipti ríkjanna. Þá segir Kim að Trump hafi staðið fullkomlega við skuldbindingar sem útlistaðar voru í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna sem var undirrituð á fundinum.

„Ég trúi því staðfastlega að ríkur vilji, einlægur vilji og framúrskarandi vinnubrögð okkar geti leitt til þess að samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna eigi sér bjarta framtíð,“ skrifar Kim Jong-un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert