Mannskæðar skriður í Afganistan

google

Að minnsta kosti tíu eru látnir og hundruð húsa eyðilögðust þegar skriða féll í norðausturhluta Afganistan í dag. Að sögn talsmanns almannavarna, Omar Mohammadi, virðist sem vatn sem er uppi í fjöllum Panjshir-héraðs hafi yfirfyllst og sett flóð af stað en miklar leysingar eru á þessum slóðum.

Enn er nokkurra saknað og eru þorpsbúar í örvæntingu að leita ættingja sinna og nágranna í rústum húsa. Björgunarsveitir eru á leiðinni með vinnuvélar til að aðstoða við leitina en þorpsbúar hafa fá önnur verkfæri en skóflur til að nota við leitina. 

Snjóflóð eru algeng á þessum slóðum á veturna og skyndiflóð á vorin og sumrin er snjóa tekur að leysa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert