Stormy handtekin í vinnunni

Stormy Daniels.
Stormy Daniels. AFP

Bandaríska klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var handtekin í gær þar sem hún kom fram á fatafellustað, að sögn lögmanns hennar. Hann segir að handtakan tengist máli hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Daniels var handtekin í klúbbi í Columbus, Ohio, í miðju atriði en hún hefur komið fram á yfir eitt hundrað fatafellustöðum víðs vegar um Bandaríkin með sama atriði, skrifar lögmaður hennar, Michael Avenatti, á Twitter.

Hann segir að Daniels hafi verið handtekin vegna gruns um að hún hafi leyft viðskiptavini staðarins að snerta sig, ekki á kynferðislegan hátt, þegar hún var á sviðinu.

„Þetta var gildra og runnið af pólitískum rótum. Þetta lyktar af örvæntingu. Við munum berjast gegn öllum upplognum sökum,“ skrifar Avenatti.

Hann segir að það geti ekki verið að lögreglan standi sjálf fyrir þessu heldur hljóti skipunin að koma ofar frá. Avenatti skrifar í annarri færslu á Twitter að hann eigi von á því að Daniels verði látin laus gegn tryggingu fljótlega og hún ákærð fyrir minni háttar brot.

 „Við munum berjast gegn öllum ákærum af fullum þunga,“ skrifar Avenatti á Twitter.

Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, hefur höfðað mál gegn Trump og persónulegum lögmanni hans þar sem hún reynir að ógilda samkomulag sem gert var árið 2016 en það gerir henni ókleift að ræða opinberlega um samband hennar við Trump árið 2006. 

Trump hefur viðurkennt að hann hafi vitað af sam­komu­lag­inu sem Cohen gerði við Stor­my Daniels. Áður hafði Trump neitað því að hafa vitað að Cohen hefði greitt Daniels 130 þúsund Banda­ríkja­dali til þess að koma í veg fyr­ir að hún tjáði sig um meint sam­band henn­ar við for­set­ann árið 2006.

Daniels hef­ur greint frá því að þau hafi sofið sam­an einu sinni en að Trump hafi margít­rekað reynt að end­ur­nýja kynn­in. Hún seg­ist hafa skrifað und­ir samn­ing ell­efu dög­um fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 2016 um að segja ekki frá sam­bandi sínu við Trump og fyr­ir vikið hafi hún fengið áður­nefnda 130 þúsund doll­ara. Michel Cohen, lögmaður Trump til margra ára, hef­ur viður­kennt að hafa af­hent leik­kon­unni þessa pen­inga, en ekki sagt hvers vegna.

mbl.is
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...