Stormy snýr aftur til vinnu

Ákæra gegn klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels hefur verið felld niður eftir að lögmaður hennar sagði að handtakan hafi verið pólitísk aðför.

Daniels var handtekin á fatafellustað í borginni Columbus, höfuðborg Ohio-ríkis í Bandaríkjunum, í gær þar sem hún á að hafa leyft þremur leynilögreglumönnum að snerta sig, en lög um starfsemi slíkra staða banna það.

Michael Avenatti, lögfræðingur Daniels, greindi frá því í dag að málið hefur verið látið niður falla og þakkar hann saksóknara fyrir snör og fagmannleg vinnubrögð. Yfirvöld í Ohio vísa ákærunni frá þar sem hún byggir ekki á lagalegum grundvelli, en löggjöfin nær aðeins til fastráðinna starfsmanna nektarstaða.

Avenatti brást harkalega við handtöku Daniels og segir hana vera gildru runna af póli­tísk­um rót­um. Daniels, sem heit­ir réttu nafni Stephanie Clifford, hef­ur höfðað mál gegn Trump og per­sónu­leg­um lög­manni hans þar sem hún reyn­ir að ógilda sam­komu­lag sem gert var árið 2016 en það ger­ir henni ókleift að ræða op­in­ber­lega um sam­band henn­ar við Trump árið 2006.

Avenatti greinir jafnframt frá því á Twitter að Daniels neiti því að láta ógna sér og að hún muni snúa aftur á vettvang, ekki glæpavettvang, í kvöld á klúbbnum í Columbus. Daniels heldur því ótrauð áfram. 

Stormy Daniels var handtekin á fatafellustað í borginni Colombus, höfuðborg ...
Stormy Daniels var handtekin á fatafellustað í borginni Colombus, höfuðborg Ohio-ríkis í Bandaríkjunum, í gær þar sem hún á að hafa leyft þremur leynilögreglumönnum að snerta sig. Málið hefur verið fellt niður. AFP
mbl.is
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
Til sölu Ssangyong kyron árg 2009 ek.
Til sölu Ssangyong kyron árg 2009 ek. 173.000 km. Disel sjálfskiptur. v 1.2m.sko...
3ja daga CANON EOS námskeið 23.-26. júlí
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 23. - 26. JÚLI ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...