Stormy snýr aftur til vinnu

Ákæra gegn klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels hefur verið felld niður eftir að lögmaður hennar sagði að handtakan hafi verið pólitísk aðför.

Daniels var handtekin á fatafellustað í borginni Columbus, höfuðborg Ohio-ríkis í Bandaríkjunum, í gær þar sem hún á að hafa leyft þremur leynilögreglumönnum að snerta sig, en lög um starfsemi slíkra staða banna það.

Michael Avenatti, lögfræðingur Daniels, greindi frá því í dag að málið hefur verið látið niður falla og þakkar hann saksóknara fyrir snör og fagmannleg vinnubrögð. Yfirvöld í Ohio vísa ákærunni frá þar sem hún byggir ekki á lagalegum grundvelli, en löggjöfin nær aðeins til fastráðinna starfsmanna nektarstaða.

Avenatti brást harkalega við handtöku Daniels og segir hana vera gildru runna af póli­tísk­um rót­um. Daniels, sem heit­ir réttu nafni Stephanie Clifford, hef­ur höfðað mál gegn Trump og per­sónu­leg­um lög­manni hans þar sem hún reyn­ir að ógilda sam­komu­lag sem gert var árið 2016 en það ger­ir henni ókleift að ræða op­in­ber­lega um sam­band henn­ar við Trump árið 2006.

Avenatti greinir jafnframt frá því á Twitter að Daniels neiti því að láta ógna sér og að hún muni snúa aftur á vettvang, ekki glæpavettvang, í kvöld á klúbbnum í Columbus. Daniels heldur því ótrauð áfram. 

Stormy Daniels var handtekin á fatafellustað í borginni Colombus, höfuðborg ...
Stormy Daniels var handtekin á fatafellustað í borginni Colombus, höfuðborg Ohio-ríkis í Bandaríkjunum, í gær þar sem hún á að hafa leyft þremur leynilögreglumönnum að snerta sig. Málið hefur verið fellt niður. AFP
mbl.is
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Til sölu Benz A180 sjálfskiptur árg 2013 eins og nýr ek. 20þús.
Til sölu er Benz A180 bensín og sjálfskiptur, með bakkmyndavél, ekinn aðeins 20....