Búlgarar færast nær upptöku evru

Valdis Dombrovskis, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í …
Valdis Dombrovskis, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í gær. AFP

Búlgaría, fátækasta ríki Evrópusambandsins, færðist einu skrefi nær því að taka upp evruna í gær. Talsmenn Evrópska seðlabankans og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sögðu þá, eftir fund fjármálaráðherra evrusvæðisins í Brussel, að mat á hæfi Búlgara til að taka upp evruna gæti legið fyrir eftir um það bil ár.

Valdis Dombrovskis, latneski varaforseti framkvæmdastjórnar ESB sagði á blaðamannafundi að framkvæmdastjórnin fagnaði viðleitni Búlgara til þess að taka upp evruna.  

Fjármálaráðherra Búlgaríu, Vladislav Goranov sagði fyrr á þessu ári að ríkið uppfyllti nú allar kröfur fyrir upptöku evrunnar, ríkið skuldaði lítið í evrópskum samanburði, ræki ríkissjóð með afgangi og verðbólga væri viðráðanleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert