Óttast flóðbylgju frá borgarísjaka

Risavaxinn ísjakinn skammt undan landi við þorpið Innaarsuit.
Risavaxinn ísjakinn skammt undan landi við þorpið Innaarsuit. Skjáskot/Facebook

Íbúar þorpsins Innaarsuit á Grænlandi óttast afleiðingar þess ef risastór borgarísjaki, sem er þar skammt undan landi, brotnar. Um 150 manns búa í þorpinu og blasir ísjakinn mikli við þeim frá heimilum þeirra. Borgarráðsmaður sem grænlenska ríkisútvarpið ræðir við segir að brotni jakinn gæti myndast flóðbylgja. „Ef jakinn brotnar þá skapast hætta fyrir verslanirnar, rafmagnsveituna og önnur hús meðfram ströndinni þar sem meðal annars eldri borgarar búa,“ segir Karl Petersen.

Vel er fylgst með ástandinu og rýmingaráætlun hefur verið gerð. Þannig hefur þeim sem búa næst ströndinni verið sagt að eigi þeir vísan gististað ofar í þorpinu ættu þeir að nýta sér það.

Von er á rigningu sem eykur enn á hættuna svokallaðri kelfingu en við hana brotna jakar frá jöklum eða borgarísjökum og falla út í sjó. 

Hér að neðan má sjá myndskeið af ferlíkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert