Ísraelar hefja loftárásir á Gaza

Táragashylkjum Ísraela rignir yfir palestínska mótmælendur í gær.
Táragashylkjum Ísraela rignir yfir palestínska mótmælendur í gær. AFP

Hermálayfirvöld Ísraelsríkis segjast hafa hafið loftárásir á Hamas-liða á Gaza-svæðinu snemma í dag.

Koma árásirnar í kjölfar átaka við landamærin þar sem tveir Palestínumenn, annar þeirra táningur, hafa verið drepnir og allt að 220 særðir, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza-svæðinu.

Ísraelsk yfirvöld segja einn hermann ríkisins hafa særst eftir að handsprengja sprakk nærri honum.

Orrustuþotur hersins hafa látið til skarar skríða í dag gegn tveimur „Hamas-hryðjuverkagöngum“ að því er segir í tilkynningu frá hernum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert