Evrópusambandið versti óvinur Trumps

Forsetinn segir ESB hafa farið illa með Bandaríkin í viðskiptum.
Forsetinn segir ESB hafa farið illa með Bandaríkin í viðskiptum. AFP

Versti óvinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á heimsvísu er Evrópusambandið, en á eftir koma klassískir keppinautar Bandaríkjanna, Rússland og Kína. Þetta kom fram í máli Trump í viðtali við sjónvarpsstöðina CBS News.

Þegar Trump var beðinn að nefna sinn versta óvin á heimsvísu byrjaði hann á að nefna Evrópusambandið og sagði það „mjög erfitt“. Hann sagði Bandaríkin eiga marga óvini, og að Evrópusambandið færi illa með þau í viðskiptum.

„Það gæti komið mörgum á óvart að heyra þig telja upp Evrópusambandið á undan Kína og Rússlandi,“ svaraði þáttastjórnandinn, sem var greinilega brugðið við svari forsetans. Forsetinn ítrekaði að Evrópusambandið væri mjög erfitt í viðskiptum og að það hefði nýtt sér Bandaríkin. Samt sem áður sagðist hann bera mikla virðingu fyrir leiðtogum landanna.

„Ameríka og ESB eru bestu vinir“

Forseti Evrópuráðsins, Donald Tusk, er ekki sammála Trump um að Evrópusambandið væri óvinur Bandaríkjanna og skrifaði á Twitter: „Ameríka og ESB eru bestu vinir. Hver sem segir að við séum óvinir dreifir fölskum fréttum.“

Ferðalag Trump til Evrópu hefur snúið samböndum vesturveldanna á hvolf, en hann er búinn að rífast við leiðtoga Atlantshafsbandalagsins, fara hörðum orðum um ítök Rússa í Þýskalandi og gagnrýna aðferðir Theresu May í útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. May hefur greint frá því að Trump hafi stungið upp á því að hún færi í mál við sambandið í stað þess að leita friðsamlegra leiða til útgöngu.

Fundur Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta er á dagskrá á morgun. Trump hefur skrifað fjölmargar undarlegar Twitter-færslur í aðdraganda fundarins og bíður heimsbyggðin með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu fundar leiðtoganna umdeildu.


Umfjöllun Guardian.

mbl.is
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Rotþrær - heitir pottar og jarðvegsílát
Rotþrær, heitir pottar og jarðgerðarílát Rotþrær - heildarlausnir með leiðbeinin...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...