Funda um leifar frá Kóreustríðinu

Bifreið prýdd fánum Sameinuðu þjóðanna á leið inn á landamærasvæði …
Bifreið prýdd fánum Sameinuðu þjóðanna á leið inn á landamærasvæði ríkjanna á Kóreuskaganum í morgun. AFP

Fulltrúar norður-kóreskra og bandarískra yfirvalda hittust í dag, á landamærum Suður- og Norður-Kóreu, til að ræða flutning jarðneskra leifa bandarískra hermanna til Bandaríkjanna frá einræðisríkinu.

Afhending leifanna, sem rekja má aftur til Kóreustríðsins á árunum 1950 til 1953, er hluti af því samkomulagi sem Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu og Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifuðu undir á fundi sínum í síðasta mánuði.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrr í mánuðinum að fundur þessi myndi eiga sér stað á fimmtudaginn síðasta. Þangað mættu hins vegar ekki fulltrúar úr norðrinu, en höfðu þó síðar samband við bandaríska kollega sína og buðust til að koma til fundar í dag, sunnudag. Svo virðist sem það boð hafi gengið eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert