Syrgðu kafarann sem lést

Drengirnir á sjúkrahúsinu, en þaðan verða þeir útskrifaðir á fimmtudag.
Drengirnir á sjúkrahúsinu, en þaðan verða þeir útskrifaðir á fimmtudag. AFP

Drengirnir tólf og þjálfari þeirra, sem bjargað var úr taílenska hellinum í síðustu viku eftir að hafa setið þar fastir í meira en hálfan mánuð, syrgðu í gær kafarann Saman Kunan sem lést við björgunaraðgerðirnar.

Saman Kunan, sem var yfirliðsforingi í taílenska hernum, hafði ferjað súr­efniskúta inn í hell­inn til drengj­anna og var á út­leið á ný er hann missti meðvit­und. Fé­lagi hans reyndi þá end­ur­lífg­un en án ár­ang­urs.

Fregnum af andláti hans hafði fram til þessa verið haldið leyndum fyrir drengjunum, þar sem æskilegt þótti að bíða þar til þeir teldust í stakk búnir til að móttaka þær.

„Þeir grétu allir og vottuðu samúð sína með því að skrifa skilaboð á teikningu af Saman, og viðhöfðu einnar mínútu þögn til að virða minningu hans,“ segir Jedsada Chokdamrongsuk, talsmaður heilbrigðisráðuneytis landsins í yfirlýsingu.

„Þeir þökkuðu honum einnig björgunina og lofuðu að vera góðir strákar.“

Liðsmenn taílenska hersins og lögregluyfirvalda votta minningu Saman Kunan virðingu …
Liðsmenn taílenska hersins og lögregluyfirvalda votta minningu Saman Kunan virðingu sína fyrr í mánuðinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert