Geta snúið aftur heim

Borgarísjakinn er risavaxinn.
Borgarísjakinn er risavaxinn. AFP

Íbúar í þorpinu Innaarsuit á Grænlandi, sem gert var að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóðbylgju frá risavöxnum borgarísjaka, geta nú flestir snúið aftur til síns heima. Enn er þó hættuástand talið ríkja næst ströndinni og verslanir sem þar er að finna eru enn lokaðar. 

Lögreglan gaf út nýtt hættumat í gærkvöldi. Talin er hætta á að borgarísjakinn, sem er skammt undan landi, brotni og valdi flóðbylgju.

Svæði sem nær tíu metra inn til landsins er enn lokað og þangað er bannað að fara.

Frétt grænleska ríkisútvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert