Mun ríkja „að eilífu“

John Joseph Magufuli, forseti Tansaníu.
John Joseph Magufuli, forseti Tansaníu.

Forseti Tansaníu, sem gagnrýndur hefur verið fyrir að sýna einræðistilburði á valdastóli, segir að flokkur hans muni sitja við völd „að eilífu“.

Í sjónvarpsávarpi í gær sagði forsetinn John Magufuli að helsti stjórnarandstöðuflokkurinn myndi alltaf glíma við vandamál. 

Magufuli hefur oftsinnis látið umdeild ummæli falla. Um helgina sagði hann að það ætti að láta fanga vinna nótt sem nýtan dag og spraka í þá ef þeir væru latir.

„CCM-flokkurinn er hér og er kominn til að vera – að eilífu. Félagar í CCM, þið getið gengið um með höfuðið hátt. Það er enginn annar valkostur við CCM,“ sagði forsetinn í ávarpi sínu. 

Magufuli, sem varð forseti árið 2015, hefur m.a. fordæmt samkynhneigð og sagt að banna ætti óléttum stúlkum að ganga í skóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert