Segist hafa mismælt sig í gær

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist trúa því að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Eftir fund hans og Vladimir Pútín Rússlandsforseta í gær var annað hljóð í strokknum.

Trump ræddi við fjölmiðla fyrir stundu þar sem kom fram að hann tryði því að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum með tölvuárásum og áróðri, líkt og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa haldið fram.

Forsetinn segist hafa mismælt sig í gær. „Ég hef fulla trúa á og styð bandarísku leyniþjónusturnar og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja öruggar kosningar,“ sagði Trump.

Ummæli hans í gær, þar sem hann sagðist trúa orðum Pútín þess efnis að Rússar hefðu ekki haft afskipti af kosningunum, fóru illa í fjölda Bandaríkjamanna. Þingmenn úr báðum flokkum gagnrýndu forsetann harðlega.

Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn fjölmiðla fyrir að tala ekkert um hversu vel fundur hans og Pútín gekk.

Trump ræddi við fjölmiðlafólk.
Trump ræddi við fjölmiðlafólk. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...