Yfirgefa heimili sín vegna skógarelda

Erfiðlega gengur að hafa stjórn á skógareldum í Svíþjóð.
Erfiðlega gengur að hafa stjórn á skógareldum í Svíþjóð. AFP

Skógareldar halda áfram að loga í Svíþjóð og hafa hús í Ljusdal orðið eldinum að bráð. Verið er að rýma fjögur svæði í Hälsingaland, Härjedalen og Dalarna. Vettvangsstjóriinn Hans Nornholm segir ástandið í Ljusdal tvöfallt verra en í gær.

Samkvæmt Expressen loga nú um 60 eldar víðs vegar um Svíþjóð og hefur herinn verið kallaður út til þess að aðstoða við slökkvistarf við Hultsfred, Oskarshamn, Älvdalen, Ljusdal, Sveg, Ragunda, Sollefteå, Vidsel og Jokkmok.

Þá eru um 160 sjálfboðaliðar frá heimavarnaliði Svíþjóðar að störfum og hafa norsk yfirvöld sent þyrlur til þess að aðstoða við slökkvistarf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert