Ætlaði að myrða forsætisráðherrann

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Breskur karlmaður, sem lýsti yfir hollustu við Ríki íslams, var í dag fundinn sekur um að hafa undirbúið samsæri um að myrða for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Th­eresu May.

Na­a'im­ur Zak­ariyah Rahm­an, 20 ára frá Norður-London, hafði áætlað að sprengja ör­ygg­is­hlið í Down­ing-stræti, embætt­is­bú­stað for­sæt­is­ráðherra, og ráðast síðan á May með hníf­um.

Rahman var handtekinn í nóvember síðastliðnum á grundvelli hryðjuverkalaga. Hann taldi sig eiga í samskiptum við liðsmann Ríkis íslams, þar sem fyrirhuguð árás var rædd, en var í raun og veru að ræða við starfsmann bresku leyniþjónustunnar.

„Áður en Rahman var handtekinn taldi hann sig eingöngu þurfa nokkra daga til viðbótar áður en hann gæti framið hryðjuverkið,“ sagði saksóknari.

Rahman ræddi við leyniþjónustumanninn á samfélagsmiðli þar sem kom fram að hann vildi sprengja upp öryggishliðið á Downing-stræti og myrða forsætisráðherrann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert