Myrtu fólk og létu greipar sópa

Þorpsbúar hafa krafist þess að ríkisstjórnin sendi aukinn fjölda lögreglu …
Þorpsbúar hafa krafist þess að ríkisstjórnin sendi aukinn fjölda lögreglu og herliðs út í þær sveitir landsins sem liggja að landamærum Zamfara-fylkis. Kort/Google

Að minnsta 30 voru myrtir í árás sem gerð var á nokkur þorp í norðvesturhluta Nígeríu. Fólk á svæðinu hefur áður krafist þess að Muhammadu Bu­hari, for­seti Níg­er­íu, sendi aukinn fjölda lög­reglu og herliðs út í þær sveit­ir lands­ins sem liggja að landa­mær­um Zam­fara-fylk­is.

Vopnaðir menn á mótorhjólum myrtu fólk í fimm þorpum sem liggja að landamærum Zamfara í gær en mennirnir skutu í allar áttir og fóru ránshendi um þorpin.

„Sjö manneskjur voru myrtar í Sakkida, fjórar í Farin Zare, átta í Orawa, sjö í Gyadde and fjórar í Sabon Gari,“ sagði Jabbi Labbo, leiðtogi í Gyadde.

Sjö er saknað og er talið að fólkið hafi drukknað í vatni í grenndinni þar sem það reyndi að flýja.

Í byrjun maí myrti hópur árásarmanna 51 á sama landsvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert