Leiðtogafundur í Washington í haust?

John Bolton þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna mun hafa verið falið að bjóða ...
John Bolton þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna mun hafa verið falið að bjóða Pútín til fundar í Washington í haust. AFP

Þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjastjórnar, John Bolton, hefur verið falið að bjóða Vladimír Pútín Rússlandsforseta til fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í haust.

Þetta kemur fram á Twitter-síðu Söruh Sanders, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins.

Viðræður um mögulegan fund leiðtoganna í Washington í haust munu þegar vera hafnar, að sögn Sanders.

Fregnirnar af því að leiðtogarnir tveir hittist mögulega aftur í haust koma strax í kjölfar frétta af því að Donald Trump hafi neitað tilboði Pútíns um að um að rúss­nesk­ir emb­ætt­is­menn fái að yf­ir­heyra fyrr­ver­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna og fleiri banda­ríska borg­ara, í skiptum fyrir að bandarísk yfirvöld fengju að yfirheyra tólfmenningana rússnesku sem ákærðir hafa verið fyrir að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs árið 2016.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
AUDI A6
Til sölu Audi A6, Quadro, 4.2 árg. 2005 Ekinn 165 þús. Bose hljóðkerfi, leður...