Mannskætt bílslys í Mexíkó

Tíu karlar og þrjár konur létust í slysinu.
Tíu karlar og þrjár konur létust í slysinu. AFP

Þrettán eru látnir og sjö særðir eftir að rúta keyrði aftan á vörubíl á hraðbraut rétt utan við Mexíkó-borg í morgun.

Hraðbrautin er ein sú fjölfarnasta í Mexíkó en samkvæmt frétt AFP notar fjöldi fólks sem býr rétt utan við Mexíkó-borg hana til að komast í og úr vinnu í borginni.

Tíu karlar og þrjár konur létust. Tólf þeirra létust samstundis en ein kona lést af sárum sínum eftir að hún hafði verið flutt á sjúkrahús.

„Við heyrðum fólk öskra. Ég held að það hafi verið slasað fólk sem öskraði á hjálp,“ sagði Mario Ramirez en hann vinnur í vöruhúsi rétt við slysstað.

Þegar hann kom á slysstað var fjöldi lögregluþjóna á svæðinu og slasað fólk lág á víð og dreif. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert