Óbreyttir borgarar falla í loftárásum

Fjöldi fólks hefur flúið Daraa og nágrenni eftir að loftárásir …
Fjöldi fólks hefur flúið Daraa og nágrenni eftir að loftárásir Sýrlandshers hófust fyrir nokkrum vikum. AFP

Að minnsta kosti 26 óbreyttir borgarar létust í loftárásum á suðurhluta borgarinnar Daraa í Sýrlandi fyrr í dag. Uppreisnarhópar hafa verið við völd í borginni í nokkur ár.

Yf­ir­maður mannúðarsam­tak­anna Syri­an Observatory,  Rami Abdel Rahm­an, segir að ellefu börn séu á meðal hinna látnu. Sýrlenski stjórnarherinn stendur fyrir loftárásunum í félagi við bandamenn sína Rússa. Loftárásirnar hafa staðið yfir með hléum í nokkrar vikur.

Upp­reisn­in gegn Bash­ar al-Assad for­seta á ræt­ur sín­ar að rekja til Daraa árið 2011. Síðan stríðið braust út hafa yfir 350 þúsund Sýr­lend­ing­ar fallið og millj­ón­ir þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert