Vilja beita refsiaðgerðum áfram

Kim Yong-chol og Mike Pompeo funduðu í byrjun mánaðarins.
Kim Yong-chol og Mike Pompeo funduðu í byrjun mánaðarins. AFP

Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, hvatti í dag ríki Sameinuðu þjóðanna til að halda stífum viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu til streitu til að þrýst verði á N-Kóreu að hætta allri kjarn­orku­fram­leiðslu og kjarn­orku­tilraun­um.

Pompeo kom fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann hvatti til áframhaldandi refsiaðgerða. Rússar og Kínverjar telja að tími sé kominn til að draga úr aðgerðunum.

Bandaríski utanríkisráðherrann fundaði með Kim Yong-chol, emb­ætt­is­manni Norður-Kór­eu­stjórn­ar, í byrjun júlí. Þar var kjarnorkusamkomulag Norður-Kóreu og Bandaríkjanna til umræðu og sagði Pompeo að árangur hefði náðst. Það eitt og sér nægi hins vegar ekki til að slaka á viðskiptaþvingunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert