„Fordæmalaust og kannski ólöglegt“

Donald Trump og fyrirsætan Karen McDougal.
Donald Trump og fyrirsætan Karen McDougal. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það með ólíkindum að lögmaður hans hafi tekið upp trúnaðarsamtal þeirra á milli. „Fordæmalaust og kannski ólöglegt,“ skrifar forsetinn á Twitter í morgun.

Í gær kom fram að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trumps, hefði með leynd tekið upp samtal þeirra þar sem ræddar voru greiðslur til fyrrverandi Playboy-fyrirsætu sem sagðist hafa átt í ástarsambandi við forsetann. Samtalið fór fram tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Upptökurnar eru nú komnar inn á borð Alríkislögreglunnar. Það gagnrýnir Trump einnig.

Frá þessu var greint í New York Times í gær. 

Þar sagði að á upp­tök­unni mætti heyra Don­ald Trump ræða við Cohen um greiðslu til fyrr­ver­andi fyr­ir­sætu hjá Play­boy, Kar­en McDougal.

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an réðst inn á skrif­stofu Cohen í byrj­un apríl og náði þar í upp­tök­urn­ar. Trump segir það með ólíkindum að „stjórnvöld“ brjótist inn á skrifstofu lögmanns. Það sé nánast fordæmalaust.

Cohen er til rann­sókn­ar hjá banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unni vegna greiðsla til kvenna fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar gegn því skil­yrði að þær þegðu um tengsl sín við Trump.

Nú­ver­andi lögmaður Trump, Rudy Giuli­ani, staðfest­ir að upp­tök­urn­ar séu til en bætti því við að eng­ar greiðslur hefðu átt sér stað og að Trump hefði ekki gert neitt ólög­legt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert