Grunur um íkveikjur í skógunum

Skógareldar loga á um 46 stöðum í Svíþjóð.
Skógareldar loga á um 46 stöðum í Svíþjóð. AFP

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar nú upptök fimmtán skógarelda sem grunur leikur á að hafi verið kveiktir vísvitandi. Allir voru eldarnir við bæinn Arboga í Västmansland. Í gær sagðist lögreglan vera að rannsaka sjö elda sem hún taldi að hefðu verið kveiktir af mannavöldum. Í nótt þurfti slökkviliðið svo að sinna átta útköllum til viðbótar vegna elda sem einnig er talið að hafi verið kveiktir vísvitandi.

Eldarnir hafa allir kviknað innan við kílómetra frá hver öðrum. Talið er að brennuvargarnir séu nokkrir.

Lögreglan hefur hins vegar ekki getað hafið rannsókn á málinu sökum anna en allt tiltækt slökkvilið, með aðstoð alþjóðlegs liðs, berst nú við skógarelda vítt og breitt um landið. 

Í morgun loguðu 46 skógareldar í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Antik!!! Bílkasettutæki og hátalarar..
Til sölu Clarion bílkasettutæki ónotað, enn í kassanum..Verð kr 10000 (antik ! )...