Ríkisstjóri þyrmdi lífi fanga

Reymond Tibbetts var dæmdur fyrir að morða tvo.
Reymond Tibbetts var dæmdur fyrir að morða tvo.

Ríkisstjóri Ohio hefur þyrmt lífi manns sem dæmdur hafði verið til dauða eftir að kviðdómari sagði að við réttarhöldin hefði ekki verið nægilega fjallað um ofbeldi sem maðurinn varð fyrir í æsku.

John Kasich, ríkisstjóri Ohio, breytti því dauðadómi Raymond Tibbetts í lífstíðarfangelsisdóm vegna „grundvallar galla“ í meðferð máls hans.

Kviðdómarinn Ross Geiger segist hafa komist á snoðir um skelfilega fortíð Tibbetts sem kviðdómur í málinu hefði aldrei fengið að heyra. Þessu kom hann á framfæri við yfirvöld. 

Tibbetts er 61 árs. Hann var dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína og 67 ára karlmann árið 1997.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert