Segja lögin valda sundrung

Mótmæli á Gaza við landamærin að Ísarel í gær.
Mótmæli á Gaza við landamærin að Ísarel í gær. AFP

Stjórnvöld í Egyptalandi hafna umdeildri löggjöf ísraelska þingsins þar sem Ísrael er skilgreint sem þjóðríki gyðinga. Telja Egyptar að slík skilgreining grafi undan friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. 

Í yfirlýsingu frá egypska utanríkisráðuneytinu segir að lögin séu til þess fallin að auka aðskilnað og draga úr líkum á því að friði verði komið á milli Ísraela og Palestínumanna.

Lögin voru samþykkt á fimmtudag og í þeim er líka gerð breyting á opinberum tungumálum Ísraels. Þannig er arabíska nú ekki lengur opinbert tungumál. 

Arabar eru um 17,5% af öllum íbúum Ísraels en þar búa um átta milljónir manna. Þeir hafa lengi kvartað yfir mismunun. 

Lagasetningin hefur einnig verið fordæmd af bandalagi Sádi-Araba, Barein, Kúvæt, Óman, Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert