Hvítu hjálmunum forðað í skjól

Sjálfboðaliði Hvítu hjálmanna leitar í rústum húss í Sýrlandi í ...
Sjálfboðaliði Hvítu hjálmanna leitar í rústum húss í Sýrlandi í október árið 2016. AFP

Ísraelsk yfirvöld fluttu um 800 liðsmenn björgunarsamtakanna Hvítu hjálmanna og fjölskyldur þeirra frá átakasvæði í suðvesturhluta Sýrlands og til Jórdaníu. Stjórnarher Sýrlands sækir nú fram á svæðinu. Ísraelski herinn segist hafa aðstoðað við brottflutning fólksins að beiðni bandarískra og evrópskra stjórnvalda. 

Liðsmenn Hvítu hjálmanna og fjölskyldur þeirra verða svo fluttir ýmist til Bretlands, Kanada eða Þýskalands.

„Eftir beiðni frá Bandaríkjunum, Kanada og Evrópuríkjum hefur Ísrael lokið við björgunaraðgerð á liðsmönnum sýrlensku samtakanna Hvítu hjálmanna og fjölskyldna þeirra,“ skrifar talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins á Twitter.

Barni bjargað úr rústum húss eftir loftárás. Hvítu hjálmarnir að ...
Barni bjargað úr rústum húss eftir loftárás. Hvítu hjálmarnir að störfum. AFP

Hvítu hjálmarnir eru mannúðar- og björgunarsamtök sem stofnuð voru í Sýrlandi árið 2013. Um er að ræða net sjálfboðaliða sem koma á vettvang árása til að aðstoða særða og grafa fólk út úr rústum eftir loftárásir. Oft eru þetta fyrstu viðbragðsaðilar á vettvang. 

Stjórnvöld í Jórdaníu segja að um 800 manns hafi verið fluttir þangað en síðan standi til að koma fólkinu til Bretlands, Kanada og Þýskalands. Segir í yfirlýsingu að ríkisstjórn Jórdaníu hafi heimilað flutning 800 sýrlenskra ríkisborgara í gegnum landið sem svo muni setjast að á Vesturlöndum. Hafi þetta verið gert þar sem lífi fólksins hafi verið ógnað.

„Þessir sýrlensku ríkisborgarar, sem vinna að borgaralegum almannavörnum, hafa flúið svæði sem uppreisnarmenn höfðu áður yfirráð yfir en þar sem stjórnarher Sýrlands hefur nú hafið árásir,“ segir í yfirlýsingu stjórnvalda í Jórdaníu.

Chrystia Freeland, utanríkisráðherra Kanada, segir að Kanadamenn vinni í nánu samstarfi við Bretland og Þýskaland að því að koma liðsmönnum Hvítu hjálmanna og fjölskyldum þeirra í öruggt skjól. „Á fundi utanríkisráðherra í tilefni af fundi leiðtoga NATO í Brussel í síðustu viku  óskaði ég eftir stuðningi við þessar hetjur.“

Liðsmenn Hvítu hjálmanna að störfum í Sýrlandi árið 2016.
Liðsmenn Hvítu hjálmanna að störfum í Sýrlandi árið 2016. AFP

Hvítu hjálmarnir hafa bjargað þúsundum almennra borgara sem hafa grafist undir rústum  húsa sem sprengd hafa verið í loft upp í stríðinu á helstu átakasvæðum þess.

 Frá því að samtökin voru stofnuð hafa yfir 200 af sjálfboðaliðum þess látið lífið og um 500 þeirra særst. 

Liðsmenn Hvítu hjálmanna bjarga dreng úr rústum húss árið 2016.
Liðsmenn Hvítu hjálmanna bjarga dreng úr rústum húss árið 2016. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...