Fjórir í haldi vegna sýruárásar í Bretlandi

Lögreglan birti myndir úr öryggismyndavélum verslunarinnar þegar þremenninganna var leitað.
Lögreglan birti myndir úr öryggismyndavélum verslunarinnar þegar þremenninganna var leitað. Mercia lögreglan

Þrír menn hafa verið handteknir eftir sýruárás á þriggja ára gamlan dreng í breskri matvöruverslun á laugardag að sögn lögreglu.

Í frétt BBC kemur fram að áverkar drengsins séu alvarlegir en ráðist var á drenginn í versluninni Home Bargains í Worcester klukkan 14:15 á laugardag. Árásin var gerð af ráðnum hug, segir lögreglan eftir að hafa handtekið þrjá menn á þrítugsaldri sem eru sakaðir um að hafa tekið þátt í árásinni. Þremenningarnir voru handteknir í London og eru þeir 22, 25 og 26 ára gamlir. 

Drengurinn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi en hann er með alvarleg brunasár á handlegg og andliti. 

Í gær var 39 ára gamall maður handtekinn í tengslum við árásina og er hann einnig í haldi lögreglu. 

Að sögn lögreglu var drengurinn í kerru þegar einhverju efni eða sýru var úðað á hann en foreldrar hans voru með honum í búðinni.

Tilkynning lögreglunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert