Forsetarnir hóta hvor öðrum

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hótar Írönum öllu illu á Twitter í nótt en þar varar hann þá við afleiðingunum af því ef þeir séu með hótanir í garð Bandaríkjanna. Afleiðingarnar verði svipaðar þeim sem örfáir hafi þurft að líða í gegnum tíðina.

„Aldrei aftur hóta Bandaríkjunum eða þið munið gjalda fyrir það með afleiðingum sem fáir hafa þurft að ganga í gegnum áður,“ skrifar Trump á Twitter í hástöfum. Um bein skilaboð til forseta Írans, Hassan Rouhani, er að ræða. 

 „Við erum ekki lengur ríki sem lætur yfir sig ganga með vitstola orðfæri ofbeldis og dauða. Gætið varúðar.“ 

Trump lét þessi ummæla falla í kjölfar ræðu Rouhani fyrr um daginn þar sem hann varaði leiðtoga Bandaríkjanna við því að ganga of langt og að átök við Íran yrði móðir allra stríða.

Ummæli Trump minna mjög á orðaskipti hans við leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, í fyrra en þá hótaði hann Kim öllu illu áður en leiðtogarnir tveir hittust á sögulegum leiðtogafundi fyrr í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert